Áttu lítinn bókaorm sem vill leika?

Norræna húsið mun iða af lífi á morgun.
Norræna húsið mun iða af lífi á morgun. mbl.is/Thinkstock

Áttu lítinn lestrarhest sem finnst gaman að gera sér glaðan dag? Ef svo er þá er sýningin Barnabókaflóðið í Norræna húsinu án efa eitthvað fyrir barnið þitt. Sýningin opnar klukkan 15.00 í dag og er aðgangur ókeypis. 

„Öllum skapandi krökkum og aðstandendum þeirra er boðið að vera með á opnuninni og fá svo hressingu í salnum á efri hæð hússins. Barnabókasafnið verður að sjálfsögðu opið með bækur, spil og skemmtileg leikföng – og ef veður leyfir er gaman leika í kringum húsið og borða nesti í gróðurhúsinu,“ segir í fréttatilkynningu. 


Á sýningunni er boðið upp á:

*Búningaleik
*Lestrarhorn
*Ljóðagerð
*Sögugerð
*Slökun
*Föndur 
*Og alls konar óvænt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert