Hvernig maðurinn minn varð betri pabbi

Jo Piazza er ótrúlega ánægð með eiginmann sinn í dag …
Jo Piazza er ótrúlega ánægð með eiginmann sinn í dag sem steig inn í hlutverkið að verða faðir af hreinni snilld. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Rithöfundurinn Jo Piazza skrifar reglulega í The New York Times þar sem hún lýsir því hvernig er að vera mamma á miðjum aldri. Hún skrifaði snilldar grein á dögunum um hvernig hún gerði eiginmann sinn að betri föður. Með því að stíga til hliðar og leyfa honum að komast að barninu. Í greininni segir hún meðal annars:

„Sem sjálfstæð kona sem kann ekki að stóla á karlmenn hafði ég gert samning við eiginmann minn um að við myndum skipta með okkur öllu því sem kemur að barninu til helminga. Við ætluðum að gera þetta á jafnræðisgrundvelli. Það gekk vel fram að fæðingu, eftir að ég hafði verið í langan tíma að eignast barnið stóð ég sjálfa mig að því að standa með barnið mitt inni á baði, gröm út í eiginmann minn fyrir að hann væri ekki nógu góður í að lesa hugsanir mínar.

Það sem ég þurfti að byrja að gera var að læra að biðja um aðstoð. Ég þurfti að læra nýja hluti og fjarlægja mig reglulega af heimilinu svo hann fengi tækifæri til að læra að vera með nýfæddu barninu eins og ég. Hann var í eðli sínu jafngóður til þess og ég. 

Í fyrstu fékk ég mikla gagnrýni fyrir þetta. Ég hætti að tala við það fólk sem gagnrýndi mig. Síðan komumst við að því að hann var betri í því að svæfa barnið okkar en ég var. Hann setti í vélina ég tók úr henni. Hann þvær þvottinn, ég brýt hann saman.

Í dag er eiginmaður minn góður faðir að mínu mati því að hann steig inn í hlutverkið og brást við kalli mínu um aðstoð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert