Lærðu að prjóna Blúnduhúfu-og trefil

Bókin Prjónað af ást var að koma út hjá Vöku Helgafelli. Bókin er eftir Lene Holme Samsøe sem er þekktur danskur prjónahönnuður. Í bókinni er að finna fjölmargar uppskriftir sem eru hverri annarri spennandi. Hér er uppskrift af Blúnduhúfu og Blúndutrefli. 

(3) 6 (12) 24 mánaða.

GARN

Sandnes Garn Tynn Merinoull

Fölbleikt 3511

GARNÞÖRF

Trefill: (50) 50 (50) 50 g

Húfa: (50) 50 (50) 50 g

RÁÐLÖGÐ PRJÓNASTÆRÐ

Nr. 3. Tveir sokkaprjónar nr. 3 fyrir snúrur í húfu

PRJÓNFESTA

26 L garðaprjón = 10 cm á prjóna nr. 3

AUKN-H OG AUKN-V

Sjá teikningar á bls. 7

BLÚNDA

Blúndan litla er prjónuð um leið og garðarnir og þá verður frágangurinn næstum enginn. Það er góð hugmynd að nota settið sem gjöf þegar vantar sængurgjöf á síðasta augnabliki

 

BLÚNDUTREFILL

 

Fitjið upp (27) 27 (29) 29 L á prjóna nr. 3. Prj 1 umf S. Haldið áfram S með blúndu í hvorri hlið þannig:

  1. umf: Prj S þar til 5 L eru eftir, 2 S saman, sláið upp á, 2 S, sláið tvisvar upp á prjóninn, 1 S.
  2. umf: 2 S, 1 snúin S (þ.e. fyrra bandið prj S seinna bandið prj snúið S) 2 S saman, sláið upp á, prj þar til 5 L eru eftir, 2 saman, sláið upp á, 2 S, sláið tvisvar upp á, 1 S.
  3. umf: 2 S, 1 snúin S (þ.e. fyrra bandið prj S, seinna bandið prj snúið S) 2 S saman, sláið upp á, prj S þar til 7 L eru eftir, 2 S saman, sláið upp á, 5 S.
  4. umf: Fellið af 2 L (nú er 1 L á hægri prj), 2 S saman, sláið upp á, prj S þar til 7 L eru eftir, 2 S saman, sláið upp á 5 S.
  5. umf: Fellið af 2 L (nú er 1 L á hægri prj), 2 S saman, sláið upp á, prj S þar til 5 L eru eftir, 2 S saman, sláið upp á, 2 S, sláið tvisvar upp á, 1 S.

Endurtakið umf 2-5. Prj þar til stk mælist (9) 9 (10) 10 cm. Setjið nú aðra hverja L á hjálparprjón og prj 4 cm stroffprj (1 S, 1 B) yfir (13) 13 (14) 14 L sem eru eftir á prj. Prj á sama hátt 4 cm (14) 14 (15) 15 L stroff á hjálparprjóninum. Setjið allar L á sama prj (1 og 1 L til skiptis af hvorum prj) og endurtakið umf 2-5 næstu (25) 25 (26) 27 cm. Skiptið aftur upp lykkjunum og prj 4 cm stroffprj yfir hvorn helming. Setjið allar L á sama prj (1 og 1 L til skiptis af hvorum prj) og endurtakið umf 2-5 (9) 9 (10) 10 cm. Fellið af.

BLÚNDUHÚFA

 

Fitjið upp (31) 33 (37) 39 L á prjóna nr. 3. Prj 1 umf S. Prj áfram S með blúndu ásamt útaukningum og úrtökum þannig: Prj A hluta (sjá hér að neðan) alls (8) 9 (10) 11 sinnum. Prj næst B hluta (sjá fyrir neðan) alls (8) 9 (10) 11 sinnum. Prj nú A hluta (4) 4 (5) 6 sinnum. Prj B hluta (4) 4 (5) 6 sinnum. Prj A hluta (8) 9 (10) 11 sinnum og prj að lokum B hluta (8) 9 (10) 11 sinnum. Fellið af. Saumið húfuna saman á jöðrum. Saumið saman í kollinn.

Prj 2 snúrur: Fitjið upp 4 L á sokkaprjóna nr. 3 og prj 4 S. Ekki snúa við heldur rennið lykkjunum fremst á prj með bandið aftan við stykkiðog prj lykkjurnar aftur slétt. Endurtakið þetta, prj alltaf á réttunni, þannig myndast sívöl, slétt snúra. Prj þar til snúran mælist 30 cm. Klippið frá og þræðið bandið gegnum lykkjurnar. Saumið snúrurnar á húfuna sitt hvorum megin.

A hluti: 1. umf: 1 S, 2 S saman, prj þar til 5 L eru eftir, aukn-H, 2 S saman, sláið upp á, 2 S, sláið tvisvar upp á, 1 S.

  1. umf: 2 S, 1 snúin S (þ.e. fyrra bandið prjónað S, seinna bandið prj snúið S) 2 S saman, sláið upp á, prj út umf.
  2. umf: 1 S, 2 S saman, prj þar til 7 lykkjur eru eftir, aukn-H, 2 S saman, sláið upp á, 5 S.
  3. umf: Fellið af 2 L (nú er 1 L á hægri prjóni), 2 S saman, sláið upp á, prj, prj út umf.

B hluti: 1. umf: 2 S, aukn-V, prj þar til 7 L eru eftir, 1 Ó S, 1 S, steypið Ó yfir, 2 S saman, sláið upp á, 2 S, sláið tvisvar upp á, 1 S.

  1. umf: 2 S, 1 snúin S (þ.e. fyrra bandið prj S, seinna bandið prj snúið S), 2 S saman, sláið upp á, prj S út umf.
  2. umf: 2 S, aukn-V, prj þar til 9 L eru eftir, 1 Ó S, 1 S, steypið Ó yfir, 2 S saman, sláið upp á, 5 S.
  3. umf: Fellið af 2 L, (nú er 1 L á hægri prjóni), 2 S saman, sláið upp á, prj út umf.
Í bókinni Prjónað af ást má finna frábærar uppskriftir.
Í bókinni Prjónað af ást má finna frábærar uppskriftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert