Minntust barnanna sem aldrei urðu

Jamie og Jools Oliver með þrjú af börnum sínum.
Jamie og Jools Oliver með þrjú af börnum sínum. skjáskot/Instagram

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver og eignkona hans Jools Oliver hafa tvisvar misst fóstur og minntust litlu stjarnanna sinna á dögunum. Tilefni var átak í Bretlandi þar sem unnið er að því að auka meðvitund fólks um ungabarnamissi og ófarsælar meðgöngur. 

Jools Oliver birti mynd af logandi kerti við tilefnið á Instagram og sagði að það gæfi sér mikið að lesa sögur annarra. Hreinskilni annarra hjálpaði henni og öðrum sem eru að ganga í gegnum það sama. 

Oliver-hjónin eiga fimm börn á aldrinum tveggja til 16 ára. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir hjónin. Jools Oliver var greind með fjölblöðrueggjastokksheilkenni sem unglingur og þurfti að gangast undir hormónameðferð áður en hún eignaðist sitt fyrsta barn. Í fyrra tjáði sig hún um fósturlátin. 

„Ég missti fóstur eftir þjá mánuði sem gerir þig svo áhyggjufulla þegar þú verður ólétt aftur, það gerir það ómögulegt að njóta fyrstu vikna meðgöngunnar,“ sagði Jools Oliver í viðtali í fyrra.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert