Ríka og fræga fólkið fjölgaði sér

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin með börnin sín sex í …
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin með börnin sín sex í sumar. AFP

Hinir ríku og frægu héldu áfram að fjölga sér á árinu sem er að líða. Harry og Meghan eignuðust dóttur. Alec og Hilaria Baldwin eignuðust enn eitt barnið. Leikkonan Amber Heard ákvað að stofna fjölskyldu ein og Naomi Campbell varð ekki bara 51 árs á árinu heldur einnig móðir í fyrsta sinn. 

Alec og Hilaria Baldwin

Árið endaði illa hjá leikaranum Alec Baldwin eftir voðaskot á tökustað. Það byrjaði hins vegar mun betur þar sem hann eignaðist sitt sjöunda barn og það sjötta með eiginkonu sinni Hilariu Baldwin. 

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga mörg börn.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga mörg börn. AFP

Meghan og Harry

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, fullkomnuðu fjölskyldu sína á árinu. Dóttirin Lilibet kom í heiminn í byrjun sumars.  

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja.
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja. AFP

John Mulaney og Olivia Munn

Grínistinn John Mulaney og leikkonan Olivia Munn eignuðust son í desember. Þetta er fyrsta barn þeirra saman en parið hefur ekki verið saman lengi. 

Olivia Munn og John Mulaney.
Olivia Munn og John Mulaney. Samsett mynd

Macaulay Culkin og Brenda Song

Home Alone-stjarnan og kærasta hans, Brenda Song, eignuðust son sem fékk nafnið Dakota. 

Macaulay Culkin varð faðir á árinu.
Macaulay Culkin varð faðir á árinu. AFP

Christina Ricci og Mark Hampton

Banda­ríska leik­kon­an Christ­ina Ricci eignaðist dótt­ur með eig­in­manni sín­um, Mark Hampt­on, í desember. Þetta var fyrsta barn hjónanna saman en fyrir átti Ricci son. 

Christina Ricci og Mark Hampton í nóvember. Dóttir þeirra fæddist …
Christina Ricci og Mark Hampton í nóvember. Dóttir þeirra fæddist í desember. AFP

Beatrice prinsessa og Edo­ar­do Map­elli Mozzi

Be­atrice prins­essa og eig­inmaður henn­ar, Edo­ar­do Map­elli Mozzi, eignuðust dótt­ur í september. Stúlkan, sem er fyrsta barn hjónanna, fékk nafnið Sienna Elísa­bet Map­elli Mozzi.

Beatrice prinsessa og Edoardo Map­elli Mozzi.
Beatrice prinsessa og Edoardo Map­elli Mozzi. AFP

Alicia Vik­and­er og Michael Fass­bend­er

Sænska leik­kon­an Alicia Vik­and­er eignaðist barn með eig­in­manni sín­um, Hollywoodstjörn­unni Michael Fass­bend­er. Vikander og Fassbender fóru leynt með óléttuna og fæðinguna. 

Alicia Vikander og Michael Fassbender.
Alicia Vikander og Michael Fassbender. Samsett mynd

Cardi B og Offset

Tónlistarhjónin eignuðust son í september en fyrir áttu þau dóttur. 

Cardi B og Offset eiga tvö börn saman.
Cardi B og Offset eiga tvö börn saman. AFP

Emily VanCamp og Josh Bowman

Leikkonan Emily VanCamp kom aðdáendum sínum á óvart þegar hún greindi frá því í sumar að hún og eiginmaður hennar og fyrrverandi mótleikari úr Revenge hefðu eignast dóttur saman. 

Joshua Bowman og Emily VanCamp.
Joshua Bowman og Emily VanCamp. AFP

Scarlett Johansson og Colin Jost

Hollywoodleikkonan Scarlett Johansson og Saturday Night Live-stjarnan Colin Jost eignuðust soninn Cosmo. 

Scarlett Johansson og Colin Jost eignuðust son.
Scarlett Johansson og Colin Jost eignuðust son. AFP

Amber Heard

Leikkonan eignaðist sitt fyrsta barn í apríl með hjálp staðgöngumóður. Heard sagðist vera bæði mamman og pabbinn. 

Amber Heard.
Amber Heard. AFP

Gal Gadot og Jaron Varsano

Wonder Woman-leikkonan eignaðist sitt þriðja barn með eiginmanni sínum í mars. 

Gal Gadot.
Gal Gadot. AFP

Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead

Leikaraparið sem kynntist við tökur á Fargo eignaðist son á þessu ári. Strák­ur­inn fékk nafnið Laurie.

Leikaraparið Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead eignuðust strák í …
Leikaraparið Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead eignuðust strák í ár. AFP

Troian Bellisario og Patrick J. Adams

Suits-leik­ar­inn Pat­rick J. Adams og eig­in­kona hans, Pretty Little Li­ars-leik­kon­an Troi­an Bellis­ario, eignuðust dóttur í maí. Stúlkan var að flýta sér í heiminn og fæddist í bílastæðahúsi. 

Christine Quinn og Christian Richard

Dramadrottningin Christine Quinn úr Selling Sunset á Netflix eignaðist sitt fyrsta barn á dramatískan hátt. 

Christine Quinn.
Christine Quinn. AFP

Naomi Campbell

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell varð 51 árs á árinu og eignaðist sitt fyrsta barn. Hún greindi ekki frá því hvort hún hefði ættleitt ungbarn eða nýtt sér þjónustu staðgöngumóður. 

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP

Marie Kondo og Takumi Kawahara

Tiltektardrottningin Marie Kondo eignaðist sitt þriðja barn með eignmanni sínum. 

Marie Kondo.
Marie Kondo. AFP

Karl Fil­ipp­us Svíaprins og Soffía prins­essa

Karl Fil­ipp­us Svíaprins og eig­in­kona hans Soffía prins­essa eignuðust son, sitt þriðja barn, í mars. Litli drengurinn fékk nafnið Júlí­an Her­bert Fol­ke. 

Karl Fil­ipp­us prins og Soffía prinsessa.
Karl Fil­ipp­us prins og Soffía prinsessa. AFP

Emma Stone og Dave McCary

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Emma Stone eignaðist sitt fyrsta barn hinn 13. mars með Sat­ur­day Nig­ht Live-leik­stjór­an­um Dav­id McCary.

Emma Stone.
Emma Stone. AFP

Zara og Mike Tindall

Zara Tindall, dóttir Önnu prinsessu og barnabarn Elísabetar drottningar, eignaðist þriðja barnið með eiginmanni sínum Mike Tindall. 

Zara og Mike Tindall.
Zara og Mike Tindall. AFP

Pippa og James Matthews

Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, eignaðist dóttur með eiginmanni sínum í mars. Fyrir áttu þau tveggja ára gamlan son. 

Pippa og James Matthews í brúðkaupi Harry og Meghan.
Pippa og James Matthews í brúðkaupi Harry og Meghan. AFP

Emily Ratajkowski og Sebastian Bear-McClard

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Em­ily Rataj­kowski og eig­inmaður henn­ar, kvik­mynda­fram­leiðand­inn Sebastian Be­ars-McCl­ard, eignuðust sitt fyrsta barn 8. mars.

Sebastian Bear-McClard og Emily Ratajkowski.
Sebastian Bear-McClard og Emily Ratajkowski. AFP
mbl.is