Íslandsvinur pabbi í fyrsta sinn 46 ára

Sænska stórstjarnan Alexander Skarsgård.
Sænska stórstjarnan Alexander Skarsgård. AFP

Íslandsvinurinn og leikarinn Alexander Skarsgård er sagður hafa eignast sitt fyrsta barn með sænsku leikkonunni Tuvu Novotny. 

Fram kemur á vef Page Six að Novotny hafi sést með barnakerru í New York á mánudaginn síðasta, en við hlið hennar gekk Skarsgård með ungbarn vafið í teppi í fanginu. Parið hefur ekki enn tilkynnt fæðinguna, en myndir sem náðust af þeim í New York benda til þess að barnið sé komið í heiminn. 

Fyrir á Novotny 15 ára dótturina Ellu úr fyrra sambandi með Nicolai Bjerrum Lersbryggen. Sögusagnir um ástarsamband Novotny og Skarsgårds fóru á kreik fyrr á þessu ári, en sjö mánuðir eru liðnir frá því að leikkonan frumsýndi óléttukúluna. 

Ferðaðist um Vestfirði með Ara Magg

Skars­gård er mikill Íslandsvinur, en hann ferðaðist meðal annars um Vestfirði með ljósmyndaranum Ara Magg árið 2019 og fór með hlutverk í kvikmyndinni The Northman, en það var íslenska skáldið Sjón sem samdi handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Robert Eggers. 

mbl.is