Eydís og Benjamin eiga von á barni

Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman eiga von á barni.
Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman eiga von á barni. Ljósmynd/Eydís María Ólafsdóttir

Ljósmyndararnir Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman deildu miklum gleðifregnum með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum, en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman.

„Að byggja upp líf fullt af ísköldum ævintýrum saman, fljótlega með þriðja liðsmanninum,“ skrifaði Benjamin við sameiginlega færslu þeirra á Instagram, en í færslunni eru fallegar myndir af parinu ásamt sónarmynd. 

Eydís og Benjamin hafa verið að gera það afar gott í ljósmyndaheiminum undanfarin ár, en Smartland fór nýverið í innlit í fallega íbúð þeirra í miðbænum og því ljóst að parið hafi gott auga fyrir fleiru en ljósmyndun. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert