Leik- og söngkonan Rumer Willis eignaðist dóttur á dögunum með manni sínum Derek Richard Thomas. Willis er dóttir Bruce Willis og Demi Moore og er þetta hennar fyrsta barn.
Fæddist dóttirin á heimili parsins í Los Angeles og hefur hún fengið nafnið Louetta Isley Thomas Willis.
Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir fjölskylduna, þar sem þau hafa gengið í gegnum erfiða tíma. Bruce Willis greindist nýlega með heilabilun og hefur hann sagt skilið við kvikmyndaleik. Í staðinn ætlar hann að njóta lífsins með fjölskyldunni.