Átti erfitt með að tengjast syninum sem staðgöngumóðir gekk með

Khloé Kardashian ásamt börnum sínum.
Khloé Kardashian ásamt börnum sínum. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian viðurkennir að hafa átt með að tengjast syni sínum sem fæddist eftir staðgöngumæðrun. Lýsir hún því að fæðingin hafi gengið fyrir sig eins og viðskiptasamningur.

Kardashian opnar sig í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar raunveruleikaþáttanna The Kardashians þar sem hún segir hafi ekki meðtekið að hún ætti von á barni fyrr en hún kom á spítalann þegar fæðingin átti sér stað. Viðurkennir hún einnig að hafa fundið fyrir samviskubiti yfir því að önnur kona væri að fæða barnið hennar. Segist Kardashian óska þess að hefði vitað meira um ferlið sem liggur að baki staðgöngumæðrun. Jafnvel þótt systir hennar, Kim, hafi eignast tvö af sínum fjórum börnum með staðgöngumæðrun, þá hafi Kardashian liðið eins og hún hafi ekki fengið nógu hreinskilna sýn á ferlið sjálft.

Lýsti hún fæðingunni og eftirmálum hennar eins og viðskiptasamningi sérstaklega vegna þess að strax eftir að sonurinn fæddist hafi hún farið með hann í annað herbergi, frá staðgöngumóðurinni. Hafi hún átt erfitt með að eiga við tilfinningar sínar og það hafi tekið hana langan tíma að gera sér grein fyrir því að sonurinn væri hennar.

mbl.is