Nefndi son sinn í höfuðið á lúxus

Skírði son sinn í höfuðið á tveimur lúxusvörumerkjum.
Skírði son sinn í höfuðið á tveimur lúxusvörumerkjum. Samsett mynd

Ung móðir í Bandaríkjunum hlaut misjöfn viðbrögð frá netverjum þegar hún upplýsti fylgjendur sína á TikTok um nafn sonar síns. 

Misty, 18 ára, státar af 866.000 fylgjendum á samfélagsmiðlinum og deilir reglulega myndefni af sér og ungum syni sínum. Núna nýlega birti móðirin myndband í tilefni þess að níu mánuðir voru liðnir frá fæðingu drengsins. Í myndbandinu sagði hún frá nafni drengsins Kartiyr Kior, og samkvæmt Misty er það innblásið af lúxusvörumerkjunum Cartier og Dior. 

„Þessi nýja kynslóð og nafngiftirnar“

Myndbandið hefur fengið yfir eina milljóna áhorfa og hafa netverjar margir hverjir ekki legið á skoðunum sínum um nafn drengsins. Á meðan sumir lofuðu hið einstaka nafn þá var ansi mörgum sem þótti heitið afar ósmekklegt. 

„Æj, þegar þú ákveður að nefna barnið eftir hlutum sem þú þráir að eignast,“ sagði einn netverji á meðan annar skrifaði: „Ó, herra minn, þessi nýja kynslóð og nafngiftirnar“.

Lúxusvörumerki vinsæl nöfn

Nafnið Armani hefur verið eitt það vinsælasta hvað varðar lúxusvörumerki og hafa stúlkur og drengir hlotið nafngiftina í gegnum tíðina. Fólk er annars sagt sækja mik­inn inn­blást­ur í vörumerki og heitin Chanel, Nivea, Maybelline, Dove, Monolo, Valentino, Kenzo og Yves hafa öll verið á uppleið síðustu ár. 

@thismisty

my baby grownnnn' upppp

♬ original sound - nyla
mbl.is
Loka