Soffía og Jón Dagur skírðu dótturina

Soffia Gunnarsdóttir og Jón Dagur Þorsteinsson skírðu dóttur sína síðastliðna …
Soffia Gunnarsdóttir og Jón Dagur Þorsteinsson skírðu dóttur sína síðastliðna helgi. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og kærasta hans, Soffía Gunnarsdóttir, skírðu dóttur sína síðastliðna helgi.

Stúlkan er fyrsta barn Jóns Dags og Soffíu og kom í heiminn hinn 29. desember síðastliðinn. Um helgina fékk hún nafnið Díana Lilja, en parið deildi fallegum myndum frá skírninni á samfélagsmiðlum sínum. 

Jón Dagur spilar með knattspyrnuliðinu OH Lauven í Belgíu og á að baki 26 landsleiki með karlalandsliðinu í fótbolta. Faðir hans er Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með nafnið!

mbl.is