Succession-stjarna eignast sitt fyrsta barn

Sarah Snook fagnaði lokaþættinum af Succession með nýfætt barn sitt …
Sarah Snook fagnaði lokaþættinum af Succession með nýfætt barn sitt í fanginu. AFP/Jaime McCarthy

Leikkonan Sarah Snook eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með eiginmanni sínum Dave Lawson. Snook tilkynnti um fæðingu barnsins á Instagram-síðu sinni, í færslu þar sem hún sést horfa á lokaþáttinn af hinum vinsælu Succession með nýfætt barn sitt í fanginu.

Í færslunni segist hún hafa horft á lokaþáttinn af sjónvarpsþáttunum sem breyttu lífi hennar. Nú hafi líf hennar breyst með öðrum hætti þar sem hennar nýjasta hlutverk sé móðurhlutverkið.

View this post on Instagram

A post shared by Sarah Snook (@sarah_snook)

mbl.is