Gunnar og Fransiska eiga von á barni

Gunnar Nelson á von á barni með sambýliskonu sinni, Fransisku …
Gunnar Nelson á von á barni með sambýliskonu sinni, Fransisku Björk Hinriksdóttur. Ljósmynd/Snorri Björns

Bardagakappinn Gunnar Nelson og sambýliskona hans, Fransiska Björk Hinriksdóttir, eiga von á barni. Fyrir á parið eina dóttur saman en Gunnar á einnig son úr fyrra sambandi. 

„Áætluð koma þriðju krúttmúsarinnar er í ágúst,“ skrifaði parið á samfélagsmiðla sína og deildi myndum af spenntum systkinum með sónarmynd. 

Parið birti einnig Gunnar slá golfkúlu þannig að bleiki kynjaliturinn sprakk. Svo virðist sem að þau eigi aftur von á stúlku saman. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju!

mbl.is