Samþykkir flutning sonanna til Havaí

Britney Spears vill sonum sínum allt það besta.
Britney Spears vill sonum sínum allt það besta. Samsett mynd

Söngkonan Britney Spears hefur samþykkt beiðni fyrrverandi mannsins síns, Kevins Federlines, um að flytja með tvo syni þeirra til Havaí. Federline hyggst flytjast þangað búferlum ásamt fjölskyldu sinni og eru synirnir sagðir tilbúnir að fara frá kraðakinu í Los Angeles.

Haft er eftir heimildarmanni People að Federline hafi leitað til Spears fyrr í þessum mánuði til að fá leyfi til að flytja með synina. Samkvæmt heimildarmanninum hafi Britney samþykkt flutningana því hún hafi alltaf stutt börnin sín dyggilega og vilji að þau séu hamingjusöm.

Spears hefur átt í litlu sambandi við syni sína síðustu árin en hún missti forræði yfir þeim árið 2008, sama ár og hún var svipt sjálfræði.

mbl.is