„Hún vissi að hann vildi ekki fleiri börn“

Al Pacino var allt annað en sáttur þegar hann frétti …
Al Pacino var allt annað en sáttur þegar hann frétti af óléttunni. POOL

Svo virðist sem það hafi komið flatt upp á Al Pacino að hann ætti von á barni með Noor Alfallah og er hann síður en svo sáttur.

Pac­ino er 82 ára gam­all og er 53 árum eldri en Al­fallah sem er 29 ára göm­ul. Parið kynntist í heimsfaraldrinum og segja heimildarmenn að hún hafi ekki verið heiðarleg þegar kom að barnaláninu og sé á eftir peningunum hans. Pacino hafi alltaf verið mjög hreinskilinn varðandi það að vilja ekki fleiri börn.

„Hún vissi að hann vildi ekki fleiri börn. Samband þeirra er ónýtt. Þetta er algjör ringulreið,“ segir heimildarmaður nærri leikaranum.

„Alfallah beið eins lengi og hún gat með að segja honum frá óléttunni. Þá varð leikarinn svo hissa að hann bað um faðernispróf til staðfestingar.“

Annar heimildarmaður staðfestir að þau eigi ekki í neinu sambandi og það styttist í komu erfingjans. „Lögfræðingarnir hafa verið að vinna í þessu máli mánuðum saman.“

Sögur segja að þau hafi kynnst í gegnum 22 ára gamla dóttur Pacino, Ólivíu, sem Alfallah á að hafa vingast við í heimsfaraldrinum. 

Þá herma sögur að Alfallah hafi sagst ekki geta eignast börn vegna skjaldkirtilsvandamála.

mbl.is