Ólett að sínu þriðja barni

Leikkonan Kelli Giddish lék rannsóknarlögreglukonuna Amöndu Rollins í Law & …
Leikkonan Kelli Giddish lék rannsóknarlögreglukonuna Amöndu Rollins í Law & Order: Special Victims Unit, á árunum 2011-2023. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Kelli Giddish á von á barni með eiginmanni sínum, Beau Richards og er þetta fyrsta barn þeirra saman. Fyrir á Giddish tvo drengi með fyrrverandi eiginmanni sínum, Lawrence Faulborn, Ludo, sjö ára og Charlie, fjögurra ára. 

Gleðifréttirnar voru staðfestar af tímaritinu People á miðvikudag eftir að góð vinkona leikkonunnar birti mynd af þeim saman á samfélagsmiðlum yfir Memorial Day–helgina. Þar sést leikkonan skælbrosandi, klædd í appelsínugulan samfesting og með glæsilega óléttubumbu. 

Giddish er hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Law & Order: Special Victims Unit en hún skildi við hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglukonan Amandu Rollins fyrr á þessu ári eftir 12 þáttaraðir. 

View this post on Instagram

A post shared by Fern Mallis (@fernmallis)

mbl.is