Frægðin haft mikil áhrif á föðurhlutverkið

Harrison Ford metur föðurhlutverkið mikils þótt hann hafi ekki alltaf …
Harrison Ford metur föðurhlutverkið mikils þótt hann hafi ekki alltaf náð að sinna því. AFP/Loic Venance

Leikarinn Harrison Ford segist vera viss um að hann væri betri faðir ef ekki væri fyrir frægðina. Meti hann þó foreldrahlutverkið mikils þótt hann hafi ekki getað sinnt því eins vel og hann hefði viljað.

Ford opnar sig um foreldrahlutverkið í nýlegu viðtali við Esquire, en hann er þekktur fyrir það að tjá sig lítið um einkalíf sitt. Ford á fimm börn, það elsta er 54 ára og það yngsta 21 árs. Segir hann að elstu börnin hans hafi kennt honum mikið varðandi uppeldið á þeim yngri, þá sérstaklega þeim yngsta. Yngsta soninn ættleiddi hann þegar hann hóf samband sitt með núverandi konu sinni, Calistu Flockhart.

mbl.is