Lygi dótturinnar varð að barnabók

Channing Tatum notar föðurhlutverkið sem innblástur að barnabókum sínum.
Channing Tatum notar föðurhlutverkið sem innblástur að barnabókum sínum. AFP

Leikarinn Channing Tatum sótti innblástur að nýjustu barnabókinni sinni til atviks í lífi dóttur sinnar þegar hún tók bíl í leyfisleysi með sér heim úr skólanum. Afraksturinn er bók um hvað börn geta lært af því ef þau segja ekki satt.

Tatum rifjaði þetta atvik í lífi dótturinnar í viðtali við People. Við undirbúning þriðju barnabókar sinnar rifjaðist upp fyrir honum þegar dóttir hans sagði ekki satt frá því hvaðan hún hefði fengið bílinn umtalaða. Tatum segir að hann hafi tekið eftir því að henni leið ekki vel en hún vildi samt sem áður ekki segja honum hvað angraði hana, því hún var hrædd um að hann yrði reiður. Þegar komið var að háttatíma gat hún ekki haldið þessu leyndu lengur og játaði verknaðinn fyrir honum. 

Tatum lýsir því að léttirinn hafi verið dótturinni mikill og að það versta sem kom upp var að hún þurfti að skila bílnum og biðjast afsökunar. Segir Tatum að dóttirin hafi lært mikið af þessu og ákvað hann því að nýta þessa reynslu sem viðfangsefni barnabókarinnar sem hann var með í smíðum.

mbl.is