Jonah Hill er orðinn pabbi

Gamanleikarinn Jonah Hill er orðinn faðir.
Gamanleikarinn Jonah Hill er orðinn faðir. AFP

Leikarinn Jonah Hill og kærasta hans, Olivia Millar, tóku nýverið á móti sínu fyrsta barni saman. 

Parið hefur haldið sér fjarri sviðsljósinu allt frá því orðrómur um samband þeirra fór á flug í ágúst 2022, en þau sáust fyrst saman í Santa Barbara í september 2022. Í lok mars náðust svo myndir af Hill og Millar þar sem sást glitta í óléttukúlu hennar. 

Það var heimildarmaður People sem staðfesti að Hill væri orðinn faðir, en hann var ekki viðstaddur brúðkaup systur sinnar Beanie Feldstein hinn 20. maí síðastliðinn. 

mbl.is