Prinsessan orðin tveggja barna móðir

Jack Brooks­bank og Eu­genie prinsessa eignuðust sitt annað barn.
Jack Brooks­bank og Eu­genie prinsessa eignuðust sitt annað barn. AFP

Eu­genie prins­essa, dótt­ir Andrés­ar Bretaprins og Söruh Fergu­son, og eig­inmaður henn­ar Jack Brooks­bank eignuðust sitt annað barn saman hinn 30. maí síðastliðinn. Fyrir eiga hjónin hinn tveggja og hálfs árs gamla Ágúst Filippus.

Eugenie prinsessa greindi frá stækkun fjölskyldunnar á Instagram rétt í þessu. „Við Jack vildum ólm deila með ykkur þeim gleðifréttum að við eignuðumst litla drenginn okkar, Ernest George Ronnie Brooksband, hinn 30. maí 2023. Hann er nefndur eftir langalangalangafa sínum George, afa hans George og Ronald, afa mínum,“ skrifaði hún við færsluna. 

mbl.is