Þríburar Rannveigar og Hallgríms komnir með nafn

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson ásamt þríburunum.
Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson ásamt þríburunum. Skjáskot/Instagram

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura í byrjun apríl, en fyrir áttu þau tvær dætur. Um helgina fengu þríburarnir nöfn við fallega athöfn á heimili fjölskyldunnar. 

„Yndislegur dagur með fólkinu okkar í dag þar sem kraftaverkakrílin okkar fengu nöfnin sín. Helena Þóra, Ingvar Andri og Hafdís Gyða,“ skrifaði Rannveig við fallega mynd af fjölskyldunni. 

„Við erum svo glöð og þakklát að hafa fengið þau öll þrjú í lífið okkar svona heilbrigð, góð og dugleg og fullkomnað fjölskylduna okkar. Líka geggjuð tilfinning að þurfa ekki að kalla þau lengur ABC. Það var orðið þreytt,“ bætti hún við.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is