Dóttirin „grjóthörð“ eins og mamma sín

Ronda Rousey eignaðist dóttur í september 2021.
Ronda Rousey eignaðist dóttur í september 2021. UFC

Fyrrverandi UFC-stjarnan Ronda Rousey eignaðist dótturina La'akea Makalapuaokalanipō Browne með eiginmanni sínum Travis Browne í september 2021. Nú er hún orðin rúmlega eins og hálfs árs, en Rousey segir að dóttir hennar sé þegar orðin „grjóthörð“ eins og mamma sín. 

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á því vel við mæðgurnar enda segir Rousey að dóttir hennar sé strax farin að líkjast sér. 

View this post on Instagram

A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey)

Upplifði mikla sektarkennd

„Ó, hún á klárlega eftir að verða grjóthörð. Hún bregst ekki mikið við sársauka. Hún datt og skrapaði hnéð á sér í dag og hún grét ekki einu sinni,“ sagði hún í samtali við People. „Heimurinn er ekki tilbúinn fyrir þessa litlu stelpu,“ bætti hún við. 

Að undanförnu hefur Rousey verið í tökum fyrir þættina Stars on Mars. Henni hefur þótt krefjandi að vera í burtu frá dóttur sinni. „Ég átti mjög erfitt með að vera í burtu frá henni og hún var bara eins og hálfs árs þegar ég var farin. Þetta er sætasti aldurinn og allt það,“ útskýrði hún.

Rousey segist hafa upplifað mikla sektarkennd sem hafi bara aukist eftir því sem leið á tökurnar. 

mbl.is
Loka