Vill ekki að börnin horfi á sig leika

Leikkonan Jessica Biel elskar fallegu vísitölufjölskylduna sína.
Leikkonan Jessica Biel elskar fallegu vísitölufjölskylduna sína. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Jessica Biel skilur hvorki upp né niður í tímanum og á það við um hversu hratt synir hennar og tónlistarmannsins Justin Timberlake eru að vaxa úr grasi. Hjónin eiga tvo syni, Silas, átta ára og Phineas, tveggja ára og finnst Biel sem hún hafi verið að koma heim af fæðingardeildinni.

Drengirnir, þó þeir séu ungir að árum, eru báðir mjög forvitnir um störf og leikferil móður sinnar og vilja ólmir horfa á þættina og bíómyndirnar sem hún leikur í, enda sjá þeir hana á bak við tjöldin í ótal mismunandi gervum og nú síðast sem Candy Montgomery í smáseríunni Candy.

Ómetanlegt að koma heim í lok dags

„Ég sagði við elsta minn: Þú mátt ekki horfa á Candy, ekki gera það,“ sagði Biel í viðtali við E! News. „Þættirnir Cruel Summer. Já, það verður í lagi fyrir þá að horfa á þættina þegar þeir verða eldri,“ sagði leikkonan í framhaldi. Biel fer ekki með hlutverk í þáttunum Cruel Summer en hún er einn aðalframleiðenda.

Þegar leikkonan var við tökur á seríunni Candy fannst henni mjög ljúft að vita hvað beið hennar heima. “Þetta var mjög erfið sería en að fá að koma heim að loknum tökudegi og vera mamma þessara tveggja, var bara ómetanlegt. Börnin mín gera líf mitt svo skemmtilegt, algjörlega bilað og yfirfullt af ást,” sagði leikkonan í lokin.

mbl.is