Arnhildur og Alfreð eignuðust stúlku

Arnhildur Anna Árnadóttir og Alfreð Már Hjaltalín eignuðust sitt fyrsta …
Arnhildur Anna Árnadóttir og Alfreð Már Hjaltalín eignuðust sitt fyrsta barn saman 1. júní síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Kraftlyftingakonan og þjálfarinn, Arnhildur Anna Árnadóttir og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín heilsunuddari, eignuðust stúlku 1. júní síðastliðinn.

Stúlkan er fyrsta barn parsins saman, en þau sögðu frá óléttunni í janúar með fallegri færslu á Instagram.

Arnhildur og Alfreð greindu einnig frá því að dóttir þeirra væri komin í heiminn með sameiginlegri færslu á Instagram, en við færsluna skrifuðu þau fæðingardaginn. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is