Nýfæddir tvíburarnir fögnuðu sigurmarkinu

Nýfæddir tvíburar Dani Dyer og Jarrod Bowen eru strax komnir …
Nýfæddir tvíburar Dani Dyer og Jarrod Bowen eru strax komnir í West Ham-galla. Samsett mynd

Nýfæddar tvíburadætur Love Island-stjörnunnar Dani Dyer og knattspyrnumannsins Jarrod Bowen fögnuðu innilega þegar faðir þeirra tryggði West Ham 2:1-sigur í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í fótbolta í Tékklandi á dögunum.

Það var sannarlega tilefni til fagnaðarláta enda sögulegur leikur þar sem West Ham tryggði sér fyrsta titilinn í 43 ár og um leið fyrsta Evróputitil félagsins í 57 ár. 

Dyer og Bowen eignuðust tvíburana hinn 22. maí síðastliðinn, en stúlkurnar eru fyrstu börn þeirra saman. Fyrir á Dyer tveggja ára gamlan son úr fyrra sambandi.

Jarrod Bowen ásamt tvíburastúlkunum fyrir leikinn.
Jarrod Bowen ásamt tvíburastúlkunum fyrir leikinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is