Entourage-stjarna orðinn faðir

Hjónin eru í skýjunum yfir komu drengsins.
Hjónin eru í skýjunum yfir komu drengsins. Samsett mynd

Leikarinn Adrian Grenier eignaðist sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni, markaðsstýrunni Jordan Grenier, nú á dögunum. Hjónin tilkynntu um fæðingu barnsins á Instagram og birtu fallega myndaseríu frá meðgöngutímabilinu.

„Það gleður okkur að tilkynna fæðingu sonar okkar. Hann kom í heiminn fyrir nokkrum vikum,” skrifuðu hjónin við myndbirtinguna.

Hjónin sem giftu sig á síðasta ári birtu ekki mynd af nýfæddum syni þeirra en deildu nafni hans með fylgjendum sínum. „Við fögnum þessari einstöku gjöf til heimsins, Seiko Aurelius Grenier, velkominn!”

mbl.is