Nýbökuðu foreldrarnir þreyttir á rauða dreglinum

Nýbökuðu foreldrarnir Robert De Niro og Tiffany Chen virtust uppgefin …
Nýbökuðu foreldrarnir Robert De Niro og Tiffany Chen virtust uppgefin á rauða dreglinum í gærkvöldi. AFP

Stórleikarinn Robert De Niro eignaðist sitt sjöunda barn í síðasta mánuði með kærustu sinni, Tiffany Chen. De Niro er 79 ára á meðan Chen er 45 ára og því 34 ára aldursmunur á parinu.

De Niro og Chen mættu á rauða dregilinn á frumsýningu heimildarmyndarinnar Kiss the Future, en þau virtust uppgefin og þreytt á myndum frá kvöldinu. Þau voru bæði alvarlega á svip og náðu ekki að kreista fram bros fyrir myndatökuna. 

Með þægindin í fyrirrúmi

Viðburðurinn var sá fyrsti á Tribeca-kvikmyndahátíðinni sem mun standa yfir til 18. júní, en De Niro er annar stofnandi hátíðarinnar sem leit fyrst dagsins ljós árið 2002.

Parið var heldur frjálslegt í klæðaburði með þægindin í fyrirrúmi. De Niro skellti sér í svartan Blazer-jakka yfir gráa pólóskyrtu á meðan Chen var í svörtum hlýrabol, hnepptri prjónapeysu og með sólgleraugu. 

mbl.is