Sigurður Þór og Sonja eiga von á barni

Það eru bjartir tímar framundan hjá parinu.
Það eru bjartir tímar framundan hjá parinu. Samsett mynd

Sigurður Þór Óskarsson, leikari við Borgarleikhúsið, og Sonja Jónsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Lucinity, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Parið, sem trúlofaði sig í apríl 2020, deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Facebook. “Sonja og strákarnir,” skrifuðu þau við færsluna og því greinilegt að parið á von á strák.

Sigurður Þór útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012 og fór á kostum sem Alfreð í nýafstaðinni uppfærslu Borgarleikhússins á Emil í Kattholti. 

Barnavefur mbl.is óskar parinu til hamingju!

mbl.is
Loka