Máni og Guðrún eignuðust dóttur

Máni Arnarson og Guðrún Valdís Jónsdóttir eignuðust stúlku.
Máni Arnarson og Guðrún Valdís Jónsdóttir eignuðust stúlku. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Máni Arnarson og Guðrún Valdís Jóndóttir, öryggisstjóri hjá Syndis, eignuðust dóttur síðastliðinn laugardag. 

Máni hefur leikið í ótal sýningum með Improv Ísland en hefur auk þess skrifað og leikið bæði í leikhúsi og sjónvarpsþáttum. Guðrún Valdís hefur síðastliðin sex ár starfað í tækni- og netöryggisgeiranum og var á síðasta ári valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. 

Öllum heilsast vel

Parið tilkynnti gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram, en með færslunni birtu þau fallegar myndir af fæðingardeildinni. 

„Allur heimurinn breyttist á laugardaginn var þegar litla stelpan okkar dreif sig í heiminn. Hún er fullkomin og öllum heilsast vel,“ skrifuðu þau í færslunni.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með stúlkuna!

mbl.is