Á von á barni á sextugsaldri

Josh Duhamel á von á barni með Audru Mari. Parið …
Josh Duhamel á von á barni með Audru Mari. Parið gekk í hnapphelduna á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Josh Duhamel á von á barni með eiginkonu sinni, Audru Mari. Duhamel, sem er fæddur árið 1972, kvæntist hinni 29 ára gömlu Mari í september á síðasta ári og fögnuðu hjónin eins árs brúðkaupsafmæli sínu á dögunum.

View this post on Instagram

A post shared by Audra Duhamel (@audramari)

Duhamel og Mari tilkynntu óléttuna með fallegri færslu á Instagram í gær, daginn eftir eins árs brúðkaupsafmæli hjónanna.

„Duhamel-barn væntanlegt á næstunni,” skrifaði parið við færsluna sem sýnir tvær sónarmyndir og útsprungið blóm.

View this post on Instagram

A post shared by Audra Duhamel (@audramari)

Heillaóskum hefur rignt yfir hjónin, en fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Duhamel, söngkonan Fergie, var með þeim fyrstu til að óska hjónunum innilega til hamingju.

„Ég er virkilega ánægð fyrir ykkar hönd. Axl getur ekki beðið eftir því að verða stóri bróðir,” skrifaði söngkonan. Fergie og Duhamel voru gift á árunum 2009-2019 og eiga einn son sem er 10 ára gamall.

mbl.is