Þyrluflug kostar allt að 450 þúsund

Enok Jónsson og Birgitta Líf Björnsdóttir voru með þyrlusýningu í …
Enok Jónsson og Birgitta Líf Björnsdóttir voru með þyrlusýningu í kynjaveislunni sinni.

Birgitta Líf Björns­dótt­ir, markaðsstjóri World Class, og Enok Jóns­son héldu glæsilega kynjaveislu um helgina. Parið greindi frá kyni barns­ins með því að láta þyrlu dreifa blá­um reyk. Það er ekki á allra færi að leigja þyrlu fyrir gjörning sem þennan. 

Mbl.is kannaði hvað þyrluflug kostar. Klukkutíminn kostar yfirleitt á bilinu 350 til 450 þúsund krónur. Þyrlan sem flaug með bláa reykinn í gær flaug í alls sjö mínútur og þar af var hún í eina mínútu yfir sjónum. 

Verkefni sem þessi eru óalgeng á Íslandi en hugmyndin er þekkt erlendis. Hingað til hefur þótt frumlegt á Íslandi að sprengja flugelda í ákveðnum kynjalitum. Hefðbundna leiðin er að baka köku í ákveðnum lit og er sú leið jafnframt nokkuð ódýrari en að leigja þyrlu. 

mbl.is