Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson og eiginkona hans, Unnur Ósk Steinþórsdóttir, eignuðust dóttur á fimmtudaginn. Stúlkan er annað barn þeirra Bjarka og Unnar en fyrir eiga þau átta ára gamla dóttur.
Stúlkan, sem hlotið hefur nafnið Milla, kom í heiminn hinn 14. september síðastliðinn í Veszprém í Ungverjalandi þar sem fjölskyldan er búsett.
Hjónin birtu færslu á Instagram í gærdag og tilkynntu um komu stúlkunnar.
Fjölskyldvefurinn óskar Bjarka Má og fjölskyldu innilega til hamingju.