Áhrifavaldurinn Thelma Dögg Guðmundsen og kærasti hennar Kristinn Logi Sigmarsson eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau soninn Jökul Loga sem kom í heiminn hinn 3. janúar 2021.
Thelma og Kristinn tilkynntu gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau deildu fallegu myndskeiði af Thelmu með óléttukúluna. „Soon to be 4“ skrifuðu þau við færsluna, eða „Bráðum verðum við fjögur.“
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!