Annað barn Thelmu og Kristins á leiðinni

Thelma Dögg Guðmundsen á von á sínu öðru barni með …
Thelma Dögg Guðmundsen á von á sínu öðru barni með kærasta sínum. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifavaldurinn Thelma Dögg Guðmundsen og kærasti hennar Kristinn Logi Sigmarsson eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau soninn Jökul Loga sem kom í heiminn hinn 3. janúar 2021. 

Thelma og Kristinn tilkynntu gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau deildu fallegu myndskeiði af Thelmu með óléttukúluna. „Soon to be 4“ skrifuðu þau við færsluna, eða „Bráðum verðum við fjögur.“

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Loka