Brúður í Bandaríkjunum kom afa sínum fallega á óvart á brúðkaupsdaginn sinn þegar hún kaus að klæðast brúðarkjól ömmu sinnar heitnar og heiðra þannig minningu hennar og áratuga ást þeirra hjóna.
Myndskeið af tilfinningaþrungna augnablikinu hefur farið líkt og eldur í sinu á TikTok, en afi konunnar sést orðlaus, hugfanginn og gráti nær þegar hann sér hverju barnabarnið sitt kaus að klæðast á þessum einstaka degi.
Í myndskeiðinu sést afinn bíða brúðarinnar með mikilli eftirvæntingu, en um leið og hann snýr sér við og sér hana þekkir hann kjólinn, faðmar brúðina og lítur upp til himins með hlýju augnaráði. Parið á fallega stund saman fyrir brúðkaupið og er þetta án efa eitthvað sem gerði daginn þeim mun sérstakari fyrir þau bæði.
@janelleandkate just the sweetest grandpa in the world ##bride #wedding #sweet #crying #happy #emotional #grandparents #love ♬ Get You The Moon - Kina