Foreldrar leikkonunnar uppljóstruðu stóru leyndarmáli

Leikkonan segir frá lífi sínu og óvæntri uppgötvun fjölskyldusögunnar í …
Leikkonan segir frá lífi sínu og óvæntri uppgötvun fjölskyldusögunnar í nýrri bók sinni, Thicker Than Water. AFP

Leikkonan Kerry Washington er nýjasta forsíðufyrirsæta bandaríska tímaritsins People. Í viðtali sínu segir hin 46 ára gamla leikkona, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Olivia Pope í þáttaröðinni Scandal, að hún hafi fengið óvæntar upplýsingar frá foreldrum sínum þegar henni bauðst að taka þátt í PBS-sjónvarpsþættinum Finding Your Roots.

Foreldrar leikkonunnar, Earl og Valerie Washington, sögðu dóttur sinni að maðurinn sem hún taldi vera líffræðilegan föður sinn, væri það ekki. Hjónin fengu aðstoð sæðisgjafa til þess að geta Washington árið 1976. „Þetta snéri öllu á hvolf,” sagði leikkonan við blaðamann People, en hún var í viðtali til að kynna nýja bók sína, Thicker Than Water.

Þegar foreldrar leikkonunnar fréttu að Washington ætlaði sér að fræðast um fjölskyldusöguna í Finding Your Roots fundu þau sig knúin til að uppljóstra leyndarmálinu, en í þáttunum er unnið út frá DNA-upplýsingum.  

mbl.is