Löngun í börn ágerðist eftir fráfall móður hennar

Mindy Kaling er einstæð tveggja barna móðir.
Mindy Kaling er einstæð tveggja barna móðir. AFP

Leikkonan Mindy Kaling opnaði sig nýverið um móðurhlutverkið í viðtali við Bruce Bozzi í hlaðvarpsþættinum, Table for Two with Bruce Bozzi. Kaling, sem er einstæð móðir tveggja ungra barna, ræddi meðal annars um ákvörðun sína að eignast börn einsömul. 

„Löngunin í börn ágerðist þegar ég missti móður mína,“ sagði Kaling, en móðir leikkonunnar, Swati Roysircar, lést í janúar árið 2012 af völdum krabbameins í brisi. 

„Það var þá sem ég fór að sjá sjálfa mig í sömu stöðu, á dánarbeðinu, en í mínu tilfelli var engin hjá mér. Ég fann strax að það var eitthvað sem ég vildi ekki upplifa síðar meir,“ sagði leikkonan. 

Kaling á tvö ung börn, Katherine, 5 ára, og Spencer, 2 ára. 

View this post on Instagram

A post shared by Mindy Kaling (@mindykaling)

View this post on Instagram

A post shared by Mindy Kaling (@mindykaling)
mbl.is