Saga og Snorri eiga von á sínu öðru barni

Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eiga von á sínu öðru …
Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni.

Leikkonan Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í desember. Fyrir eiga þau dótturina Eddu Kristínu sem kom í heiminn árið 2018.

Vísir greinir frá þessu, en þar kemur fram að Saga hafi tilkynnt gleðifregnirnar á uppistandssýningunni Púðursykur sem haldin var um helgina í Sykursal Grósku. Þar hafi Saga komið fram í fallegum kjól og leyft óléttukúlunni að njóta sín.

Í uppistandinu sagði Saga þau hjónin ekki vita kyn barnsins en sagði þau þó ekkert vera á móti því að eignast aðra dóttur. Þá sagði hún einnig frá hinum ýmsu kvillum sem geta fylgt meðgöngunni, svo sem bólgnir fætur og þvagleki.

Fjölskylduvefurinn óskar Sögu og Snorra innilega til hamingju!

mbl.is