Sjö ára og fékk húðflúr í fjölskylduheimsókn

Mæðgurnar tóku samtalið á TikTok.
Mæðgurnar tóku samtalið á TikTok. Samsett mynd

Móðir í Bandaríkjunum komst að því nýverið að sjö ára gömul dóttir hennar hafði fengið á sig varanlegt húðflúr í heimsókn hjá fjölskyldufólki. Það var 28 ára gömul frænka stúlkunnar, í föðurætt, sem tók upp á því að flúra lítið hjarta á frænku sína og það án leyfis. Móðirin rakti raunir sínar á samfélagsmiðlinum TikTok.

Konan, sem kallar sig Newskii á TikTok, sagði fylgjendum sínum frá augnablikinu þegar hún komst að því að ung dóttir hennar væri komin með varanlegt húðflúr á fótlegginn.

Dóttirin, sem heitir Jayde, fór í heimsókn yfir til föðurfjölskyldu sinnar og var það þar sem hún var „skreytt“ af systur föður síns.

Fólk á TikTok var fljótt að hneykslast fyrir hönd móður stúlkunnar og hvöttu flestir konuna að tilkynna málið til lögreglu og barnaverndar ásamt því að kæra frænkuna enda er það ólöglegt að flúra þá sem eru yngri en 18 ára.

@newskii_soexotic24 Im just wondering what would possess someone to tattoo my child. #part1 #fypシ #viral ♬ original sound - Newskiinew24
@newskii_soexotic24 PART 2 of my 7 yr old getting tatted! YES IM ANGRY YES I CALLED THE POLICE AND CPS #fypシ #viral #part2 ♬ original sound - Newskiinew24
mbl.is