Sum börn eru lifandi eftirmyndir foreldra sinni og eru allmörg ungviði þekktra Hollywood-stjarna sviplík frægum foreldrum þeirra.
Fjölskylduvefurinn tók saman lista yfir sviplíka Hollywood-fjölskyldumeðlimi.
Bandaríska leikkonan Jennifer Garner á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Ben Affleck. Elsta dóttir þeirra, hin 17 ára gamla Violet, er eins og snýtt út úr nefi móður sinnar, en mæðgurnar þykja með eindæmum líkar.
Mæðgurnar Uma Thurman og Maya Hawke hafa báðar látið til sín taka í Hollywood, enda hæfileikaríkar leikkonur. Maya er dóttir Thurman og leikarans Ethan Hawke, en þau voru hjón á árunum 1998-2005. Maya öðlaðist miklar vinsældir fyrir hlutverk sitt sem Robin Buckley í Stranger Things. Leikkonan er óneitanlega lík móður sinni sem var ein vinsælasta leikkona í Hollywood á tíunda áratugnum.
Tónlistarmaðurinn og forsprakki hljómsveitarinnar Coldplay, Chris Martin, á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Gwyneth Paltrow. Sonur fyrrverandi hjónanna, Moses, er mjög líkur föður sínum, bæði í útliti og fatasmekk.
Ava Elizabeth, dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Reese Witherspoon og Ryan Phillippe, er alveg eins og móðir hennar, enda hafa mæðgurnar sagst heyra það nánast á hverjum daglega. Ava Elizabeth er í dag 24 ára gömul, en hún útskrifaðist frá UC Berkeley á síðasta ári.
Óskarsverðlaunahafinn Meryl Streep er fjögurra barna móðir. Elsta dóttir Streep og myndhöggvarans Don Gummer, Mamie Gummer, er mjög lík móður sinni og ekki leiðum að líkjast. Hún hefur fetað í fótspor Streep í leiklistarheiminum með hlutverkum í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Gummer varð móðir árið 2019 og gaf Streep sitt fyrsta ömmubarn.
Rapparinn Ice Cube á fimm börn með eiginkonu sinni Kim Woodruff. Hann hefur verið kvæntur frá árinu 1992 og fagnaði því 30 ára brúðkaupsafmæli sínu á síðasta ári. Elsti sonur hjónanna, O’Shea er alveg eins og faðir sinn enda var hann fenginn til að leika rapparann í kvikmyndinni Straight Outta Compton frá árinu 2015.
Kanadísku feðgarnir Eugene og Dan Levy eru óneitanlega líkir, útlitslega og þegar kemur að húmor. Þeir sköpuðu gamanþættina Schitt’s Creek sem fóru sigurför um heiminn, en feðgarnir hafa báðir unnið til Emmy-verðlauna.