Faðerni yngstu barnanna staðfest

Ne-Yo er sjö barna faðir.
Ne-Yo er sjö barna faðir. AFP

Tónlistarmaðurinn Ne-Yo er formlega orðinn sjö barna faðir eftir að staðfest hefur verið að hann sé líffræðilegur faðir tveggja yngstu barna hans, Braiden og Brixton. 

Í maí síðastliðnum sótti Ne-Yo um að faðerni Braiden og Brixton yrði staðfest, en hann deilir sonunum sem eru tveggja og sjö mánaða gamlir með fyrrverandi kærustu sinni Sade Bagnerise. 

Eftirnöfnum drengjanna mun nú vera breytt úr Begnerise í eftirnafn söngvarans, Smith, en Ne-Yo heitir réttu nafni Shaffer Chimere Smith. Fram kemur á vef TMZ að Ne-Yo hafi viljað staðfesta faðernið svo synir hans fengju aðgang að arfleið hans þrátt fyrir sambandsslit við móður þeirra. 

Formlega orðinn sjö barna faðir

Fyrir á Ne-Yo 12 ára dótturina Madilyn og 11 ára soninn Mason með fyrrverandi unnustu sinni Monyetta Shawn. Hann er einnig faðir Shaffer, sjö ára, Roman, fimm ára, og Isabellu, tveggja ára, sem hann deilir með fyrrverandi eiginkonu sinni Crystal Renay. 

Rúmt ár er liðið frá því Renay batt enda á hjónaband þeirra Ne-Yo, en hún sakaði hann um framhjáhald í langri færslu á Instagram.

mbl.is