Leikarahjón eiga von á sínu fyrsta barni

Chloe Bridges og Adam DeVine eiga von á sínu fyrsta …
Chloe Bridges og Adam DeVine eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Chloe Bridges og Adam DeVine eiga von á sínu fyrsta barni saman. DeVine tilkynnti gleðifregnirnar með skemmtilegri færslu á Instagram og bráðfyndinni mynd af hjónunum. 

„Sjáðu, við erum ólétt! Jæja, ég er reyndar bara feitur núna en Chloe er ólétt að mannsbarni! Augljóslega mjög spennandi stöff! Þetta verður að mestu leyti barnasíða núna þar sem ég mun helga líf mitt barninu mínu í von um að hann noti ekki áratug af skítugum bröndurum mínum gegn mér,“ skrifaði hann við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by Adam Devine (@adamdevine)

Bridges og DeVine kynntust árið 2015 og trúlofuðu sig haustið 2019. Leikararnir gengu svo í hjónaband haustið 2021 í fallegri athöfn í Mexíkó. 

mbl.is