Zahara Marley hætt að kenna sig við Pitt

Zahara Marley er nemandi við Spelman háskólann í Georgíu.
Zahara Marley er nemandi við Spelman háskólann í Georgíu. Samsett mynd

Zahara Marley Jolie, dóttir Angelinu Jolie og Brad Pitt, notast ekki lengur við eftirnafnið Pitt. Myndskeið náðist af hinni 18 ára gömlu dóttur fyrrverandi leikarahjónanna á vígsluathöfn kvenfélagsins Alpha Kappa Alpha, en þar kynnti hún sig af miklu öryggi sem Zahara Marley Jolie. 

View this post on Instagram

A post shared by ESSENCE (@essence)

Jolie ættleiddi Zahöru Marley frá Hawassa í Eþíópíu sumarið 2005 þegar stúlkan var aðeins sjö mánaða gömul. Á þeim tíma voru háværar sögusagnir um samband Jolie og Pitt, en leikarinn stóð í skilnaði við Jennifer Aniston um svipað leyti.

Pitt endaði á að fylgja Jolie til Addis Ababa að sækja dóttur sína í júlí og varð hann því strax mjög stór partur af lífi Zahöru Marley. Hann ættleiddi stúlkuna árið 2006. 

Jolie og Pitt voru saman í 14 ár og gift í tvö þeirra. Síðan þau skildu þá hefur Pitt hægt og bítandi misst samband við krakkana sem hann á með Jolie, en leikkonan hefur forræði. Zahara Marley er ekki sú eina af sex börnum fyrrverandi hjónanna sem hefur tekið Pitt út úr eftirnafni sínu, en elsta barn parsins, Maddox Jolie, hætti að kenna sig við föður sinn fyrir einhverjum árum síðan. 

mbl.is