Hjónakornin Cameron Diaz og Benji Madden sáust nýverið ásamt þriggja ára gamalli dóttur þeirra, Raddix Chloe Wildflower. Hjónin hafa vísvitandi haldið dótturinni frá sviðsljósinu og birta ekki myndir af henni á samfélagsmiðlum.
Diaz og Madden áttu ljúfa morgunverðarstund á veitingastaðnum Tre Lune í Montecito í Kaliforníu á sunnudag. Götuljósmyndari náði myndum af fjölskyldunni að máltíð lokinni þegar þau yfirgáfu veitingastaðinn.
Hollywood-hjónni kynntust í maí 2014 og gengu í hjónaband örfáum mánuðum síðar, eða í janúar 2015. Diaz og Madden tóku á móti dóttur sinni fimm árum seinna með aðstoð staðgöngumóður.