Er ekki ólétt en langar í fleiri börn

Rihanna á tvo syni en langar í stelpu.
Rihanna á tvo syni en langar í stelpu. AFP/LEON BENNETT

Tónlistarkonan Rihanna stefnir á að stækka fjölskylduna en Rihanna á tvo syni með tónlistarmanninum A$AP Rocky. Tvö eru ekki nóg að mati Rihönnu sem langar í fleiri börn. 

Blaðamaður ET spurði Rihönnu út í ummæli þar sem hún sagðist vilja verða stelpumamma. „Sjáðu hvernig það gekk,“ sagði Rihanna en hún á synina RZA sem er tveggja ára og Riot sem er tíu mánaða. 

Hún var því næst spurð hvort þetta þýddi að hún vildi eignast fleiri börn. „Veistu hvað, ég vona það. Ég geri það,“ sagði Rihanna sem tók þó fram að hún ætti ekki von á barni. „Ég er ekki ólétt, ef þú ert að spyrja að því.“ 

Rihanna segist ekki vera ólétt.
Rihanna segist ekki vera ólétt. AFP/LEON BENNETT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert