Fréttu af óléttu 54 ára móður sinnar á netinu

Leikkonan Trina McGee ásamt leikaranum Raider Strong. McGee er 54 …
Leikkonan Trina McGee ásamt leikaranum Raider Strong. McGee er 54 ára og á von á barni. Samsett mynd

Leikkonan Trina Mc­Gee kom aðdáendum sínum á óvart þegar hún greindi frá því að hún ætti von á barni 54 ára. Það voru ekki bara aðdáendur hennar sem urðu steinhissa heldur líka uppkomin börn hennar sem fréttu af væntanlegu systkini á netinu.

Talaði við börnin einu sinni í viku

Börnin fengu vægt áfall en McGee á þrjú uppkomin börn sem eru á aldrinum 25 til 31 árs. 

„Ég setti eitthvað á Facebook. Ég hélt að þetta skipti ekki miklu máli og hugsaði með mér að ég myndi hringja í börnin seinna. Þau eru fullorðin og lifa sínu lífi,“ sagði McGee í viðtali við People.

Sagðist hún tala við þau einu sinni í viku, á sunnudögum. Nú tala þau hins vegar oftar saman en samskiptaleysið olli uppnámi til að byrja með. Tvö af börnunum komust að óléttunni í gegnum fjölmiðla og varð eitt barnanna reitt til að byrja með. 

Varð ólétt náttúrulega

McGee segir að óléttan hafi komið henni sjálfri á óvart og kraftaverkið hafi orðið til alveg náttúrulega. Þakkar hún heilsusamlegum lífsstíl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert