Erfitt að skilja með börn

Kevin Costner er hér með Annie Costner, Cayden Wyatt Costner, …
Kevin Costner er hér með Annie Costner, Cayden Wyatt Costner, Grace Avery Costner og Hayes Costner. AFP/CHRISTOPHE SIMON

Hollywood-leikarinn Kevin Costner sagði skilið við eiginkonu sína, Christine Baumgartner, í fyrra. Hann segir að í skilnaði sé mikilvægt að hugsa fyrst og fremst um börnin. 

Costner sem er 69 ára er sjö barna faðir en á þrjá unglinga með Baumgartner. „Þetta snýst allt um börnin,“ sagði leikarinn í viðtali við People.

Skilnaðurinn gekk formlega í gegn í febrúar en hjónin fóru hvort í sína áttina í fyrra eftir 18 ára hjónaband. Hann segir erfitt að finna góða leið varðandi börnin. 

„Þú bara gerir það. Þú heldur áfram að tala, þú heldur áfram að þjálfa [börnin], þú heldur áfram að hafa áhuga á því sem þau hafa áhuga á,“ segir Costner sem deilir forræði með fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Kevin Costner á sjö börn.
Kevin Costner á sjö börn. AFP/Zoulerah NORDDINE

Ekki fyrsti skilnaðurinn

Costner viðurkennir þar með að það sé erfitt að skilja þegar börn eru í spilinu og það er eitthvað sem hann hugsaði um áður en hann gekk í hjónaband með Baumgartner enda Baumgartner ekki fyrsta konan hans. 

„Þetta var eitthvað sem ég hugsaði um fyrir 20 árum þegar ég samþykkti að kvænast,“ sagði Costner sem á einnig börn sem eru 40 ára, 37 ára, 36 ára og 26 ára úr fyrri samböndum. „Ég hafði skilið einu sinni og það var erfitt fyrir börnin.“

Er góð móðir

Costner og Baumgartner náðu ekki haldast saman en Costner talar þó vel um fyrrverandi eiginkonu sína. Hann segir hana góðan maka og góða móður. „Þetta var ótti minn og ég er að upplifa hann núna. En svona er lífið,“ segir Costner. 

Kevin Costner ásamt börnum sínum í Cannes. Annie Costner, Cayden …
Kevin Costner ásamt börnum sínum í Cannes. Annie Costner, Cayden Wyatt Costner, Grace Avery Costner, Hayes Costner og Lily Costner. AFP/CHRISTOPHE SIMON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert