Synir Britney Spears sættast við móður sína

Britney Spears missti forræði yfir sonum sínum árið 2008.
Britney Spears missti forræði yfir sonum sínum árið 2008. Samsett mynd

Synir tónlistarkonunnar Britney Spears, þeir Jayden James 17 ára og Sean Preston 18 ára, virðast opnir fyrir því að bæta samband sitt við móður sína eftir símtal við hana á mæðradaginn. 

Spears hefur átt í stormasömu sambandi við drengi sína sem hafa að mestu búið hjá föður sínum sínum, Kevin Federline, undanfarin ár en söngkonan missti forræði yfir þeim árið 2008. 

Feðgarnir fluttu til Havaí í fyrra ásamt eiginkonu Federline, Victoriu Prince, og börnunum þeirra tveimur. Spears mótmælti því ekki að drengirnir hennar flyttu til paradísareyjunnar. 

Umboðsmaður Federline, Mark Vincent Kaplan, segir í viðtali við Page six að Federline styðji strákana í að eiga í samskiptum við móður sína og að hann sé glaður að þeir áttu loksins símtal við hana í tilefni mæðradagsins. 

„Símtalið var klárlega jákvætt merki og skref í rétta átt, en þetta er sáttarferli sem mun taka meira en bara eitt símtal,“ segir Kaplan.

Í júní á síðasta ári neitaði Federline að flytja með drengina til þess að nýta sér göt í  réttarkerfinu sem hefði mögulega getað gert róðurinn enn þyngri fyrir Spears.

Spears hefur ekki hitt syni sína í meira en ár meðal annars vegna þess að þeir hafa verið óánægðir hvernig móðir þeirra hagar sér á samfélagsmiðlum. Í viðtali árið 2022 sagði Jayden James að hann vildi aðeins að móðir hans verði betri andlega. Um leið og það gerist verður hann tilbúinn að hitta hana aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert