Erna Mist og Þorleifur Örn eiga von á barni

Erna Mist og Þorleifur Örn eiga von á sínu fyrsta …
Erna Mist og Þorleifur Örn eiga von á sínu fyrsta barni saman. Samsett mynd

Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Erna Mist hefur á síðustu misserum hlotið mikið lof fyrir greinarskrif sín, meðal annars í Morgunblaðinu. Þorleifur Örn er þekktur í leiklistaheiminum og hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. 

Greint var frá því í janúar síðastliðnum á Smartlandi að Erna Mist og Þorleifur Örn væri nýtt par. Nýverið setti Erna Mist svo glæsilega 66 fm íbúð sína við Klapparstíg á sölu.

Erna Mist staðfesti það svo í samtali við Vísi að þau Þorleifur ættu von á sínu fyrsta barni saman í janúar á næsta ári. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert