Vissi snemma að hana langaði í mörg börn

Margot Robbie á von á barni.
Margot Robbie á von á barni. AFP

Barbie-leikkonan Margot Robbie á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, framleiðandanum Tom Ackerley. Hjónin voru staðráðin í að stofna saman fjölskyldu þegar þau byrjuðu saman. 

Heimildarmaður People segir að parið hafi þráð að stofna fjölskyldu í ágætis tíma. „Fjölskylda skiptir þau miklu máli og þau vissu snemma í sambandinu að þau vildu verða foreldrar,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann segir þau hafi reynt að halda óléttunni leyndri en séu nú ánægð með fréttirnar af óléttunni. 

Robbie hefur nýlokið við tökur á myndinni A Big Bold Beautiful Journey. Það grunaði engan að hún væri ólétt. „Dagarnir voru langir en það virtist ekki skipta hana máli,“ sagði annar heimildarmaður sem sagði Robbie hafa litið vel út. 

Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP/JUSTIN TALLIS

Hjónin Robbie og Ackerley kynntust fyrst árið 2013 og gengu í hjónaband þremur árum seinna. Áður en hjónin giftu sig játaði Robbie að hana langaði að eignast mörg börn. „Mjög mörg börn,“ sagði Robbie í viðtali árið 2016. „Eða kannski ekki of mörg.“

„Ég ólst upp í fjölskyldu með fjórum börnum svo það hljómar eins og góð tala,“ sagði hún. „Við sjáum til, ekki alveg strax. Ég veit að þegar ég eignast börn vil ég gera þau að forgangsatriði hjá mér svo ég ætla gera þetta fjölskyldudæmi seinna,“ sagði Robbie en núna er greinilega rétti tíminn. 

Margot Robbie langar í mörg börn.
Margot Robbie langar í mörg börn. AFP/MATT WINKELMEYER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert