Engin samvinna eftir skilnað

Halle Berry þarf að glíma við erfiðan fyrrverandi eiginmann.
Halle Berry þarf að glíma við erfiðan fyrrverandi eiginmann. AFP

Halle Berry hefur beðið dómstóla um að skipa sínum fyrrverandi Olivier Martinez til þess að mæta til ráðgjafa sem sérhæfir sig í samvinnu foreldra eftir skilnað. Þeirri beiðni var hafnað.

Þetta hafði verið krafa í forsjársamningnum á milli þeirra til þess að leysa úr ágreiningi og minnka átök þeirra á milli svo þau geti verið góðir foreldrar fyrir strákinn þeirra Maceo sem er níu ára.

Berry heldur því fram að Martinez hafi ekki mætt í ráðgjöfina og tekið þá ákvörðun einhliða. Berry er síður en svo sátt. Hún segir að hann hafi með ásetningi rofið samkomulagið þeirra á milli og valdið syni þeirra skaða og valdið mikilli togstreitu í samskiptum við sig.

Berry vildi að dómstólar þvinguðu hann til þess að mæta á að minnsta kosti einn fund fyrir lok júlí og í kjölfarið halda áfram að mæta á þá fundi sem þegar hafa verið skipulagðir í ágúst.

Dómarinn vildi þó ekki skerast í leikinn þar sem aðstæður voru ekki nógu knýjandi og ekki spurning um neyðarástand.

Meðan allt lék í lyndi.
Meðan allt lék í lyndi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert